Coco er ófrísk

Hún Coco (36) er ófrísk. Hún gengur nú með sitt fyrsta barn en fyrir á eiginmaður hennar Ice-T tvö börn. Þau eiga samt saman tvo ofdekraða bolabíta sem heita Spartacus og Maximus en hafa velt því fyrir sér lengi hvort þau ættu að eiga saman börn.

Sjá einnig: Af hverju fór Coco í brjóstastækkun? – Myndir

„Það hefur verið mikil pressa á mér að koma með barn í þennan heim,“ sagði Coco í spjalli við E! News. „Það er ekki bara pressa frá fjölskyldunni minni heldur bara frá heiminum öllum.“

Sjá einnig: Coco lyftir – Ber að ofan – Myndir

Ice-T bætti við: „Þegar upp er staðið stjórnar Coco þessu öllu. Hún gefur skipunina og ég verð við henni.“

 

 

Screen Shot 2015-07-28 at 12.32.48 PM

„Mig langar ekki að verða ein af þessum áttræðu konum sem eru aleinar,“ sagði Coco fyrir um tveimur árum og hún virðist vera að bæta úr því núna.

SHARE