Kylie Jenner: Fær 14 milljónir fyrir að halda afmælisveislu

Kylie Jenner verður 18 ára þann 10.ágúst næstkomandi og lætur sér að sjálfsögðu ekki nægja að halda eina veislu. Talið er að haldin verði stór (og væntanlega rándýr) veisla á sjálfan afmælisdaginn en sex dögum síðar mun Kylie fagna afmæli sínu á næturklúbbi í Kanada, þar sem löglegur drykkjualdur er einmitt 18 ára. Kylie fær hvorki meira né minna en 14 milljónir fyrir það að vera gestgjafi í sínu eigin afmælispartíi.

Sjá einnig: Kylie Jenner hyggst sitja fyrir nakin

2AF5FD2E00000578-3179858-image-a-58_1438255416415

Kylie mun mæta í afmælið með þyrlu og byrja á því að blása á kertin á afmæliskökunni sinni (sem kostar tæplega hálfa milljón). Hægt er að versla sér miða á stórviðburðinn og kosta þeir á bilinu 5-20 þúsund krónur.

SHARE