Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian mætti í afmælisveislu til heiðurs Kylie Jenner á síðasta föstudagskvöld. Veislan, sem sögð er vera sú fyrsta af mörgum, fór fram á veitingastaðnum Nobu á Malibu – sem er í miklu uppáhaldi hjá Kardashian-fjölskyldunni. Kim klæddist þröngum svörtum kjól sem vakti mikla athygli viðstaddra – en hún hefur svo sem aldrei verið hrædd við að leyfa línunum að njóta sín, sama hvort hún er ófrísk eða ekki.
Sjá einnig: Kim Kardashian leyfir bumbunni að njóta sín
Hún er líka alltaf flott – sama hvort hún er ófrísk eða ekki.
Kim ásamt stjúpföður sínum, Caitlyn Jenner.