David Beckham sást á röltinu ásamt dóttur sinni, Harper Seven, í Hollywood um helgina. Að sjálfsögðu voru ljósmyndarar ekki langt undan og mynduðu feðginin í bak og fyrir. Og hafa myndirnar sem náðust af þeim vakið óvenju mikla athygli. Harper litla, sem er fjögurra ára, var nefnilega með snuð – og það hafa slúðurmiðlar leyft sér að fordæma.
Sjá einnig: David Beckham fær sér húðflúr til heiðurs Victoriu
Daily Mail greinir frá því að þaulreynd ljósmóðir hafi tjáð sig um málið og samkvæmt henni stofna Beckham-hjónin heilsu Harper í hættu með því að leyfa henni ennþá að nota snuð. Vill hún meina að það geti farið illa með tennurnar í Harper og haft slæm áhrif á málþroska hennar.
Svo mikla athygli hefur stóra snuddumálið vakið að Beckham sjálfur fann sig knúinn til að tjá sig, birti hann eftirfarandi mynd og texta á Instagram í gærkvöldi:
https://instagram.com/p/6NZyxMTWdt/?taken-by=davidbeckham