Nýlegar tölur frá bresku heilbrigðisstofnuninni gefa til kynna að það að sleppa insúlín gjöf sé vaxandi vandamál meðal ungra kvenna.
Í eftirlitsskýrslu heilbrigðisstofnunarinnar segir að mjög margar konur á aldrinum 15-30 ára sleppi því að
sprauta sig með insúlíninu sem þær þó þurfa til þess að þær léttist.
Þetta ástand er kallað diabulimia og líknarfélög vilja láta skilgreina ástandið sem geðröskun.
Diabulimia er það kallað þegar fólk með sykursýki dregur viljandi úr innsúlíngjöf til þess að léttast.
Læknar og geðlæknar segja að diabulimia sé algengust meðal ungra kvenna með sykursýki 1.
Sykursýki 1 er þegar líkaminn framleiðir ekki nægilegt insúlín og hefur ekki stjórn á blóðsykrinum.
Í upplýsingum um sykursýki frá heilbrigðisstofnuninni segir að þó að skert insúlíngjöf dragi úr lyst á þeim mat sem líkaminn þarf geti afleiðingarnar verið banvænar.
Samkvæmt upplýsingum frá sjúkrastofnunum í Englandi og Wales var á síðusta ári tekið við 8,000 manns þar sem voru með einkenni þess að það hafði ekki fengið nægilegt insúlín.
Afleiðingarnar
Læknar vita ekki hvort allir sjúklingarnir voru í þessu ástandi af því þeir voru að reyna að léttast en þeir telja sig sjá ákveðið mystur hjá ungum konum.
Dr Bob Young sem hefur umsjón með fræðslustarfi um sykursýki fyrir hönd heilbrigðisstofnunarinnar segir að athuganir leiði í ljós að ástandið sé algengast meðal ungra kvenna sem búi við léglegar aðstæður.
Þá komi iðulega upp það ástand sem nefnt er ketoacidosis ( ketonar myndast í blóðinu og það verður súrt) sem getur leitt bæði til blindu og nýrnaskaða. Ef ekki er brugðist við getur ástandið leitt til dauða.
Stuðningsfélag við sykursjúkt fólk með átröskun vinnur að því að ástandið sem hér er til umræðu, það að sleppa nauðsynlegu insúlíni verði skilgreint og viðurkennt sem geðröskun. Verði það gert er von um virkari aðstoð við þá sem eru veikir og með þessa röskun.