Hvernig er hægt að laga brotin sambönd og byrja upp á nýtt?

Stundum geta sambönd farið niður á við. Við segjum hluti sem við meinum ekki eða gerum eitthvað sem særir hinn aðilann í sambandinu.

Með því að gera þetta, eigum við það á hættu að missa þetta mikilvæga samband. Það eru þó leiðir tl að laga sambönd og gera þau sterkari en áður:

loves3

1.Gleymdu fortíðinni

Með því að gleyma fortíðinni geta allar slæmu tilfinningarnar skolast í burtu. Hvort sem það eru slæmar tilfinningar, slæmir tímar eða minningar, þá er hægt að losa sig undan þeirri líðan sem slíkt veldur. Það getur verið erfitt, en það mun hjálpa þér að líða betur með aðstæðurnar sem þú ert í. Þegar við fyrirgefum og gleymum því sem liðið er, getum við byrjað upp á nýtt. Hver vill ekki lífinu með hreinan skjöld?

2. Biddu um fyrirgefningu

Ef það verða rifrildi eða flækjur í sambandinu, biddu afsökunar, sama hver á sökina. Þó að það geti tekið tíma að lærast, þá getur það virkilega verið þess virði. Það er nákvæmlega ekkert að því að biðjast fyrirgefningar, af því það gefur þér tækifæri á því að byrja upp á nýtt. Það er hugurinn sem gildir. Það getur verið gott í hinum ýmsu aðstæðum og getur verið læknandi fyrir sambandið.

3. Sjáðu til þess að traust ríki í sambandinu

Traust er einna mikilvægasti þátturinn í sambandi. Ef það er ekki traust, er sambandið ekki byggt á sterkum grunni og líkurnar á því að sambandið endist fara minnkandi. Þegar þú setur traust þitt í hendur hins aðilans, skilptir ekki máli hvað gerist, því þú valdir að treysta viðkomandi og standa með þeim. Þetta er mikilvægt í samböndum sem verið er að laga, af því þú verður að sýna það að þú treystir hinni manneskjunni fullkomnlega áður en þið getið haldið áfram. Það er gott að sjá trú fólks á samböndunum sem þau eru í, því það er veigamikill þáttur í að viðhalda sambandinu og til þess að laga þau.

4. Vertu einbeitt/ur

Það er ekkert betra en að vera einbeittur. Einbeittu þér að því sem þarf að laga frekar en að dvelja of lengi í aðstæðunum. Reyndu að sjá hvar vandamálið liggur, því þá geturðu farið varlega í málin án þess að særa hinn aðilann. Reyndu að setja allar tilfinningar á rétta staði og vertu viss um hvað þú vilt fá út úr sambandinu. Vertu viss um að þú hafir trú á sjálfri eða sjáfum þér. Vertu viss um þú vitir hver þú ert og hver hin manneskjan er og saman getið þið fundið út hvernig þið viljið byrja upp á nýtt.

5. Byrjið upp á nýtt

Láttu það sem liðið er vera það sem liðið er. Ekki hanga í fortíðinni og vandamálum sem eiga best heima þar. Reyndu að halda áfram, af því að á endanum mun þér takast það. Það er hvort eð er ekkert líf að lifa sama lífinu í 75 ár án þess að breytast. Fók breytist rétt eins og aðstæðurnar breytast, svo ekki láta lítilsháttar vandamál hafa of mikil áhrif á þig. Haltu áfram og byrjaðu á einhverju nýju.

6. Byrjaðu á ástinni

Það er ekki til betra og sterkara afl en ástin. Farðu áfram með hreint hjarta og segðu hinni  manneskjunni hvernig þér virkilega líður. Ástin getur læknað flest sár og er nokkuð sem við þörfnust mest í líf okkar. Ástin er sterkari en peningar, heiður eða þakklæti. Við getum byggt upp traust, trú og sjálfstraust með ást og hún hefur meiri styrk en öll undur veraldar. Vertu viss um að það sé ást í sambandinu, af því hún kemur þér þangað sem þú þarft að komast.

Sjá einnig: Til að sambönd séu heilbrigð þá þarf að tjá sig – og þessi fallegu orð eru málið

Sjá einnig: Álagstímabil í samböndum: Þriðja árs krísa

SHARE