Glúten er prótein sem finnst í hveiti, rúg og byggi og hafa yfir 50 sjúkdómar verið tengdir við glúten nú þegar og talið er að 99% þeirra sem eru með glútenóþol, séu aldrei greindir.
Ef þú finnur fyrir þessum einkennum er líklegt að best væri fyrir þig að hætta að borða glúten:
1. Meltingarvandamál svo sem uppþemdur magi, vindverkir, niðurgangur og hægðartregða. Hægðatregða hjá börnum má oft rekja til glúten-óþols.
2. Hrufótt húð aftan á handleggjum, sem er afeiðing af skorti af fitusýrum og A-vítamíni sem veldur fitu-vanfrásogi í meltingarvegi og er afleiðing glútens.
3. Þreyta, einbeitingarskortur og orkuleysi eftir að hafa borðað mat sem inniheldur glúten.
4. Sjálfsónæmissjúkdómar eins og skjaldkirtilsbólga, iktsýki, sáraristilbólga, helluroði, sóríasis, herslishúð eða heila- og mænusigg.
5. Svimi, jafnvægisskortur og önnur taugatengd einkenni.
6. Hormónaójafnvægi eins og fyrirtíðaspenna, fjölblöðrueggjastokka-heilkenni og ófrjósemi.
7. Ítrekaðir höfuðverkir og mígreni.
8. Langvarandi slappleiki eða vefjagigt. Líklegt er að um glútenóþol sé að ræða ef læknirinn getur ekki fundið ástæðu fyrir þreytu og sársauka.
9. Pirringur, bólga eða verkir í fingrum, mjöðmum eða hnjám.
10. Andleg vanlíðan, svo sem þunglyndi, kvíði, skapsveiflur og athyglisbrestur.
Ef þú vilt athuga hvort að þú ert í raun með glútenóþol, skaltu prófa að taka glúten úr fæðu þinni í 2-3 vikur og byrja svo að borða það aftur og sjáðu hvort eitthvað að þessum einkennum koma aftur.
Sjá einnig: Glútenóþol: Hvað er glútenóþol?
Sjá einnig: Glutenfrí pítsa með góðu áleggi! – Uppskrift
sjá einnig: Er breytt mataræði ráð við einhverfu?
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.