Þessi tími núna er háannatími brúðkaupa. Þegar farið er að rökkva en samt bjart og nær fólk því bæði birtunni og rómantísku stemningunni með kertaljósum, seríum og luktum og ekki gleyma stórkostlegu sólsetrunum.
Sjá einnig: TÖRUTRIX – Að móta augabrúnirnar á auðveldan hátt!
Ég hef lengi verið á leiðinni að gera brúðkaupsförðunarvideo og fengið margar fyrirspurnir um það. Við skelltum okkur uppí bústað í Hvalfirði við fjölskyldan um daginn. Ég ákvað að taka allar græjur með mér ef ég væri í stuði til þess að gera video. Mig hefur nefnilega lengi langað að taka video á þessum stað og þá með náttúruna í kring um mig.
Ég hef aldrei séð neinn gera svona video áður og langaði mig til að prófa. Nema auðvitað kvikmyndagerðamenn frá Hollywood sem koma í röðum til þess að taka skot á Íslandi á þessum töfrandi stað. Fallega, fallega, fallega Íslandið okkar! Svo ævintýralegur staður! Mér líður sjálfri alltaf best í náttúrunni og fæ ég mestan innblástur þar.
Ég stillti mér upp úti á svölum á bústaðnum með fjallagarðana og sjóinn í bakgrunn.. eins og Ísland gerist best! Aahhh, langar bara aftur. Ég byrjaði svo að skapa og taka upp og þetta er útkoman út úr því.
Fólk er mismunandi og vill auðvitað mismunandi brúðarförðun en þessi förðun sem ég gerði er förðun sem hentar öllum og finnst mér svolítið tímalaus. Þið getið auðvitað notað þessa förðun fyrir fleiri tilefni en brúðkaup og endilega prófið. Og auðvitað fylgja Törutrix með.
Tara Brekkan Pétursdóttir hefur starfað sem förðunarfræðingur hjá MAC cosmetics og No Name cosmetics.
Tara hefur haldið úti förðunarvideoum sem hafa náð góðum vinsældum þar sem hún kennir skemmtileg förðunarráð og Törutrix.
Tara hefur einnig starfað aðeins í sjónvarpi þar sem hún var með lífsstílsþætti á Istv og Hringbraut.