Ung kona tók sjálfsmyndir þegar hún var lögð inn á geðdeild

Hin 21 árs gamla Laura Hospes var lögð inn á geðdeild vegna þunglyndis, kvíða og átröskunar og tilraun til sjálfsvígs.

Hún hóf að taka af sér sjálfsmyndir inni á spítalanum og kallar myndaseríuna UCP-UMCG eftir spítalanum sem hún var á.

Sjá einnig: Geðdeild lokað vegna framkvæmda – „Sonur minn er sprautufíkill“

Laura segir líka að hún hafi verið ringluð og fundist þetta allt mjög yfirþyrmandi þegar hún kom fyrst á spítalann. Hún ákvað þá að kynnast sjálfri sér upp á nýtt í gegnum myndirnar sínar.

Myndirnar ætlaði Laura að hafa bara fyrir sjálfa sig til að byrja með, til að tjá tilfinningar sínar og takast á við vandamálin.

Sjá einnig: Sorg eftir sjálfsvíg

Eftir á að hyggja vildi hún svo deila þessum myndum með fleirum sem þurfa að fara á geðdeild eða hafa verið á geðdeild.

Laura sem er hollensk, byrjaði að mynda þegar hún var aðeins 16 ára gömul.
Henni þótti áhugavert að fylgjast með því hvernig samfélagsmiðlarnir sýndu alltaf bara góðu hliðarnar í lífi fólks og fékk hún þá áhuga á að sýna sitt eigið líf umbúðalaust.

SHARE