Sykur og sögusagnir

Það er mjög mikið um að fólk hafi ekki fyllilega réttar upplýsingar um sykur og hvernig hann hefur áhrif á heilsu okkar. Hér eru nokkrar sögusagnir um sykur sem margir hverjir hafa ekki velt fyrir sér.

Sjá einnig: Hvaða hitaeininguríku ávextir innihalda mesta sykurinn?

sugar-cubes

Sjá einnig: 5 hlutir sem gerast þegar þú hættir að borða sykur

1. Sykur veldur ofvirkni

Algengt er að fólk haldi að sykur eigi þátt í ofvirkni en rannsóknir hafa leitt annað í ljós. Ein rannsókn var gerð á börnum og foreldrum þeirra, þar sem foreldrunum var sagt að börnunum hefði verið gefinn sykur áður en þau fóru í veislu og foreldranir svo beðnir um að fylgjast með hegðun þeirra fram á næsta dag. Foreldrarnir sögðu flestir að börn þeirra hefðu verið mjög virk og með vandræði, en raunin var sú að börnin höfðu ekki fengið neinn sykur í rannsókninni. Möguleiki er á því að veislan sjálf sem börnin fóru í, ærslagangurinn og áreitið sem fylgir oft slíkum samkomum, sé  líklegri til þess að valda því að börnin verði ör.

2. Sykur veldur sykursýki

Sykur veldur ekki sykursýki 1 né sykursýki 2, sem er áunnin sykursýki. Fólk getur fengið sykursýki 2 með því að lifa óheilbrigðu lífi, með slæmu mataræði eða er jafnvel genatengd. Að borða of mikið af hitaeiningum, getur valdið áunni sykursýki, en að borða sykur í sjálfu sér, eykur ekki hættuna á sykursýki.

Sjá einnig: Leita Fyrstu einkenni sykursýki geta hæglega farið framhjá þér

3. Brúnn sykur hefur hærra næringargildi en sá hvíti

Þó að brúnt brauð sé hollara en hvítt og brún grjón betri fyrir mann en þessi hvítu, þá á það ekki við  um sykur. Brúnn sykur er í raun hvítur sykur sem búið er að bæta melassi saman við. Það er þó munur á milli hrásykurs og hvíts sykurs og hefur hann önnur næringagildi.

4. Náttúrulegur sykur er betri fyrir þig

Í dag er vinsælt að nota aðra sætumöguleika og fást nú fleiri tegundir af sykri en áður fyrr. Þó að sá sykur komi ekki af sömu plöntunni, þá vinnur líkaminn eins úr þeim sykri og þessum hvíta. “Heilbrigðari” sykurinn er oft bættur með steinefnum, en ekki svo mikið að það myndi telja.

5. Sykurlaus merkimiði þýðir að varan sé hollari fyrir þig

Ef innihaldið í vörunni segir að hún sé án sykurs, er hún hollari fyrir þig, en það er ekki algilt, þrátt fyrir að varan eigi að vera sykurlaus.  Það getur þó þýtt að varan er með viðbættum sætuefnum, sem eru ekki æskileg fyrir okkur í miklu magni heldur. Náttúrulega sætan Stevía getur jafnvel valdið vandamálum, svo það er langbest fyrir okkur að fara varlega í allan náttúrulegan sykur og önnur sætuefni.

6. Ávextir eru slæmir vegna þess að þeir innihalda of mikinn sykur

Ávextir innhalda mikið af náttúrulegum sykri eða frúktósa. Ólíkt sætindum og sælgæti hafa ávextir önnur holl innihaldsefni, svo sem trefjar, sem geta lækkað kólestról og haft bólgueyðandi áhrif.  Svo innihalda þeir vítamín og andoxunarefni, sem hjálpa okkur að berjast við sjúkdóma. Trefjarnar í ávöxtum geta hjálpað til við að stilla blóðsykurinn þinn af og gert það að verkum að þér finnst þú vera södd eða saddur lengur.

7. ,,Enginn viðbættur sykur”, þýðir ekki að það sé gott fyrir þig

Þó að fæðan hafi miða á sér sem stendur “sykurskert” eða “enginn viðbættur sykur”, þýðir það ekki endilega að það sé enginn sykur í vörunni. Sykur getur leynst alls staðar og mikilvægt er fyrir þig að lesa innihaldslýsinguna vel, því þar gæti staðið dextrós, frúktósa, sípóp, malt síróp, ávaxtasykur og OSE, sem þýðir að það sé sykur í vörunni.

SHARE