Flestir foreldrar þurfa að taka börnin með sér þegar keypt er inn til heimilisins og þá kemur sér vel að geta sett barnið í sæti á innkaupakerrunni. En þá þarf að hafa hugfast að aldrei má skilja barnið eitt eftir. Fyrir lítið barn að detta úr innkaupakerru niður á steingólf samsvarar því að fullorðinn detti ofan að bílskúr niður á steypta stétt. Sem skýrir hversu alvarlegir áverkanir geta orðið við fall úr innkaupkerru.
Sjá einnig: Stórkostleg leið til þess að koma börnunum á fætur
Einna alvarlegustu slysin sem verða í verslunum eru fallslys og þá flest vegna falls úr innkaupakerrum. Sum þessara slysa eru mjög alvarleg því flest börnin hljóta höfuðáverka.
Hvað geta foreldrar gert til að koma í veg fyrir þessi slys?
Látið barnið alltaf sitja í þar til gerðu sæti.
Athugið að barn sem er þyngra en 15 kíló á ekki að sitja í innkaupakerru.
Börn eiga aldrei að sitja ofan í körfunni sjálfri.
Ekki má yfirgefa smábarn eitt augnablik í körfunni.
Veljið alltaf körfu sem er með belti fyrir barnið, ef hún er til.
Hægt er að nota venjulegt beisli, með smá breytingu, til að festa barnið í sætinu.
Sjá einnig: Segjum bless við sektarkenndina: Ástæður þess að börn vinnandi foreldra eru í góðum málum
Þegar kerra er valin er mikilvægt að gæta þess að hjólin virki eðlilega.
Sé kerrunni ekið út á bílastæðið gætið þess þá að forðast holur í malbikinu.
Atriðin sem talin eru hér upp tengjast öll slysum á börnum í innkaupakerrum og með því að fara eftir þessum ábendingum leggja foreldrar og forráðamenn sitt af mörkum til að koma í veg fyrir þessi slys.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.