Engifer hefur marga frábæra eiginleika, sem hafa verið notaðir í aldanna rás um allan heim – til þess að lækna allt frá ógleði til bólgna. Engifer er líka oft notað í te til þess að auka hollustu þess. Hér eru nefndir nokkrir eiginleikar engifers:
Sjá einnig: Bílveiki – Orsök, einkenni og góð ráð
1. Það bætir blóðflæðið
Efni sem finnast í engifer eru t.d. gingerols og zingerone, sem eru þekkt fyrir að hita upp líkamann, sem bætir blóðflæðið. Aminósýrurnar í engiferi hjálpa blóðrásinni og minnka hættuna á æðasjúkdómum. Ef blóðrásin þín er góð, mun súrefni dreifast um líkamann og stuðla að endurnýjun fruma, sem síðan verður til þess að líffæri þín haldist heilbrigð.
2. Það er verkjastillandi
Gingerol er eitt af aðalefnunum í engifer og hefur bólgueyðandi áhrif og kemur í veg fyrir að COX-2 verði til í líkamanum, sem veldur sársaukatilfinningu. Mælt er með því að fólk sem þjáist af þvagsýrugigt, slitgigt og liðagigt drekki engiferte og jafnvel þau sem eru verkjuð eftir líkamsrækt, til þess að koma í veg fyrir bólgur. Fyrir þau sem þjást af mígreni, getur engifer komið í veg fyrir prostaglandín framleiðslu, sem veldur höfuðverkjum.
Sjá einnig: Tíu jurtir sem hafa bólgueyðandi áhrif
3. Minnkar fyrirtíðaspennu
Engifer er þekkt fyrir að minnka einkenni sem fylgja tíðarhringnum, svo sem krampa, þreytu og fyrirtíðaspennu. Engiferið hjálpar til við að slaka á vöðvunum sem valda krömpum sem tengjast þessum tíma mánaðarins. Margar konur drekka engiferte til að minnka fylgikvilla blæðinga.
4. Það hjálpar til við að minnka ógleði og magaverki
Engifer er líklegast þekktast fyrir að minnka ógleði og magaveiki. Olíur og fenól hjálpa til við að róa magann. Konum sem þjást af morgunógleði er ráðlagt að drekka engiferte til að róa magann. Einnig er ráðlagt að drekka engiferte ef fólk er að ganga í gegnum lyfjameðferð og er að glíma við ógleði í kjölfarið, ásamt því að gott er drekka slíkt te ef fólk á það til að verða bílveikt, þá er gott að drekka einn bolla af te áður en lagt er af stað.
5. Það styrkir ónæmiskerfið þitt
Engifer inniheldur andoxunarefni og hjálpar okkur við að halda kvefpestum í burtu eða að hjálpar til við að flýta fyrir bata. Það hjálpar til við að brjóta niður eiturefnin í líkama þínum, sem veldur því að þú ert fljótari að jafna þig. Engifer inniheldur króm, sink og magnesíum, sem hjálpar ónæmiskerfinu þínu og það inniheldur sýklalyf og er bólgueyðandi og sótthreinsandi.
Ekki er þó mælt með því að drekka meira en þrjá bolla af engiferte á dag.
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.