Ingólfstorg verður Arena de Ingólfstorg

 

Það stefnir í mikla stemningu á Ingólfstorgi annað kvöld en þá verður landsleikur Íslands og Hollands í undankeppni EM í knattspyrnu sýndur í beinni útsendingu á risaskjá.

IMG_1795

 

 

Það er símafyrirtækið Nova sem stendur fyrir sýningunni en skjárinn sem notast verður við er sá stærsti á landinu. Torginu verður breytt í Arena de Ingólfstorg vegna leiksins en hann hefst klukkan 18:45 og að sjálfsögðu ætla okkar menn að taka þetta.

IMG_1818

Nova sýndi einnig beint frá leikjum á HM í Brasilíu í fyrrasumar og var uppátækinu vel tekið eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

SHARE