Raunveruleikastjarnan og umboðsmaðurinn Kris Jenner lenti í óskemmtilegu atviki í sumarfríi sínu á St.Barts fyrir stuttu. Jenner vaknaði einn morguninn með stokkbólgna efri vör og vissi ekki hvort um ofnæmisviðbrögð eða skordýrabit væri að ræða. Vörin á henni leit að minnsta kosti afar illa út.
Sjá einnig: Kris Jenner: 59 ára í fantaformi
Kris átti að vera gestur í sjónvarpsþættinum Bachelors in Paradise sama dag en neyddist til þess að hætta við það á síðustu stundu.
Hérna má sjá brot úr Keeping Up With the Kardashian þar sem Kris er alveg í öngum sínum yfir ástandinu:
https://www.youtube.com/watch?v=HNHY8aqEO_Q&ps=docs