Kris Jenner hefur tekið þá ákvörðun að breyta eftirnafni sínu og hætta að kenna sig við fyrrverandi eiginmann sinn, sem við þekkjum nú sem Caitlyn Jenner. Kris hyggst ganga í hjónaband með unnusta sínum, Corey Gamble, á næstunni en ætlar sér þó ekki að taka upp eftirnafn hans.
Sjá einnig: Kris Jenner brotnar niður í návist Caitlyn Jenner
Kris ætlar sér að verða Kris Kardashian á nýjan leik, en hún giftist lögfræðingnum Robert Kardashian árið 1978 og þau skildu árið 1991. Þau áttu fjögur börn saman. Robert lést úr krabbameini árið 2003.