Þorsteinn Kristjánsson, Kristján Blær og Úlfur Logason eru allir á sextánda ári. Þeir eru með afþreyingarfyrirtækið PÍV og gerðu til dæmis sketsaþættina Við suðupunkt, eina teiknimynd og fjögurra lagaplötu.
Það er nóg að gera hjá drengjunum en þeir eru að undirbúa PÍV kvöld en þar verður uppistand og einnig verða þar leikþættir og þessa dagana eru þeir líka að vinna handrit af öðrum sketsaþætti.
Þeir sendu okkur myndbandið „Ekkert mál!“
[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”Imp9C7e1tFE”]
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.