Strákarnir okkar í beinni á Ingólfstorgi

Það verður mikil spenna í loftinu þegar íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur á móti liði Kazakhstan á Laugardalsvelli í kvöld. Jafntefli nægir til þess að Ísland komist á EM í knattspyrnu en mótið verður haldið í Frakklandi á næsta ári.

 

Símafyrirtækið Nova verður með beina útsendingu frá leiknum á risaskjá á Ingólfstorgi og verður mikið fjör á torginu af því tilefni. DJ Margeir þeytir skífum, stuðningsmannahópar hjálpa áhorfendum að hvetja sína menn til sigurs og þrír af bestu trommurum landsins sjá til þess að allir séu í takt. „Það verður hrikalega gaman og enn skemmtilegra ef við komumst áfram“, segir Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Nova.

 

Við hjá Hún.is ætlum að sjálfsögðu að mæta á staðinn og hvetja okkar menn!

SHARE