Hipster Barbie eða Socalitybarbie tryllir nú Instagramnotendur. Þar er Barbie dúkkunni stillt upp líkt og um lifandi manneskju væri að ræða.
Sjá einnig: „Venjuleg Barbie“ með slitför, bólur og appelsínuhúð á markað
Þessi dúkka virðist ferðast mikið og njóta lífsins til hins ítrasta. Hún elskar tísku og föt, fer í freyðibað og á ströndina. Meiningin með þessum Instagramreikningi er að hæðast að uppstilltum og fullkomnum myndum forritsins.
Elskar að ferðast og fylgir algjörlega í tískunni á meðan.
Sjá einnig: Enn ein mennsk Barbie – Segist ekki hafa farið í lýtaaðgerðir
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.