Hjónin Richard Cushwort og Mercedes Casanellas komust að því sér til hryllings að barni þeirra hafði verið skipt út á sjúkrahúsi í El Salvador. Maðurinn er frá Bretlandi en kona hans innfædd og vildi hún fæða barnið í heimalandi sínu.
Fæðingin gekk vel en var konunni síðan gefið svefnlyf stuttu eftir fæðinguna og gat hún því aðeins barið barn sitt augum í örstutta stund áður en það var fært á vöggustofuna. Eftir að Mercedes vaknaði úr svæfingunni var komið með barnið til hennar en henni fannst eitthvað öðruvísi við barnið, en treysti því auðvitað að það væri hennar, svo þau hjónin tóku barið heim til sín til Dallas í Bandaríkjunum. Þeim langaði að barnið væri þeirra en þau gátu ekki hrist grun sinn af sér og ákváðu að gera DNA próf á barninu, sem leiddi það í ljós að barnið var þeim ekki blóðskylt.
Sjá einnig: Tvíburar sem eiga sitthvorn pabbann
Mercedes fannst einkennilegt að læknirinn sem framkvæmdi sónarinn talaði ítrekað um að barnið hennar myndi fæðast með dökka húð, en þrátt fyrir fyrirgrennslan hefur ekki enn komið í ljós hvað varð um barnið þeirra. Gríðarlegur ótti er hjá hjónunum um að barnið þeirra hafi verið selt í mansal af sjúkrahúsinu og bíða þau nú og vona að barn þeirra komi í leitirnar.
Mercedes með nýfæddan son sinn á sjúkrahúsinu í El Salvador.
Sjá einnig: Svaf úti í vagni og pabbi fann á sér að eitthvað var að
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.