Ef þú ert eitthvað lík mér þá er taskan þín eins og svarthol. Það sem fer ofan í hana þarf ekkert endilega að líta dagsins ljós aftur. Svo getur verið að þú lumir á einhverju sem fólk vantar á ögurstundu. Einu sinni var ég með skiptilykil í töskunni minni og gat bjargað málunum fyrir vinkonu mína. Af hverju hann var ofan í töskunni minni er önnur saga.
Sjá einnig: Snilldarráð sem vel má nýta sér
Þessi kona er heldur betur með þetta á hreinu.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.