Madonna mætti eldhress á sína fyrstu tónleika í tónleikaferðalaginu sínu sem kallast “Rebel Heart”. Þessir fyrstu tónleikar voru haldnir í Kanada og þurftu heimamenn aldeilis að halda niður í sér andanum þegar hin 57 ára gamla Madonna mætti á sviðið með dönsurum og tilheyrandi viðbúnaði, sem gerði sýninguna heldur betur ögrandi og stórkostlega.
Sjá einnig: Madonna heldur upp á 57 ára afmælið sitt
Poppdrottningin klæddist alls kyns íburðarmiklum búningum sem sá til þess að grípa augu tónleikargsta. Meðal hönnuða á klæðum hennar voru til að mynda Moschino’s Jeremy Scott, Gucci’s Alessandro Michele, Alexander Wang, Prada, Miu Miu og Swarovski, enda var drottningin með klæði sín sérlega glæsileg.
Madonna sýnir ungum dönsurunum sínum, sem er á tvítugsaldri, hvernig á að gera þetta!
Sjá einnig: Stalst Madonna (56) í fataskápinn hjá dóttur sinni?
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.