Stjörnuparið Beyonce og Jay-Z njóta nú lífsins saman á Ítalíu með dóttur sinni og vinahjónunum sínum þeim Kelly Rowland og Tim Witherspoon.
Sjá einnig: Beyoncé vill fá fullt forræði yfir Blue Ivy
Í líðandi viku fóru af stað sögusagnir um að þau Beyonce og Jay-Z væru að skilja en miðað við myndir af hjónunum virðist lítið að marka þennan orðróm. Ástæða þess að þau eiga að vera að skilja er vegna þess að Jay-Z er sagður hafa haldið ítrekað framhjá Beyonce. Fleiri sögur spruttu í kjölfarið en Beyonce er sögð ætla að sækja eftir fullu forræði yfir dóttur sinni.
Sjá einnig: ,Hann hefur ítrekað haldið framhjá henni og hún er búin að fá NÓG“
Hjónin fóru í frí til Ítalíu til að fagna afmælisdegi söngkonunnar en hún varð 34 ára þann 4. september. Það verður forvitnilegt að sjá hvort að það að verði af meintum skilnaði.
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.