Nú er tískuvikan í New York í fullum gangi en svo virðist sem hún hafi ekki farið vel af stað fyrir alla. En hin 26 ára gamla Candice Swanepoel varð fyrir því óláni að detta kylliflöt á tískupalli er hún sýndi fyrir tískuhúsið Givenchy.
Sjá einnig: 10 Flottustu farðanirnar á New York Fashion Week
Candice er þó þaulvön fyrirsæta og var ekki lengi að koma sér aftur á fætur og klára sýninguna. Fyrirsætunni skrikaði fótur þegar hún steig óvart á reimarnar á skónum sínum sem voru óreimaðar en það er spurning hvort að fall fyrirsætunnar hafi áhrif á sölu á skónum.
Sjá einnig: Dóttir Johnny Depp módelast fyrir Chanel
Annarri fyrirsætu skrikaði einnig fótur í óreimuðum skóm en það ættu víst flestir að vita að ákveðin slysahætta getur skapast þegar fólk reimar ekki skóna sína.
https://www.youtube.com/watch?v=q67Qf-IG-vc&ps=docs
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.