Raunveruleikinn á bakvið luktar dyr

Þegar Julia Kozerski léttist um tæplega helming þyngdar sinnar, fór úr 153 kg í 80 kg fór hún að taka myndir af sjálfri sér. Hún var að læra ljósmyndun í listaháskóla í Milwaukee á þessum tíma.

„Ég var ekki beint að hefja eitthvað verkefni heldur var ég að reyna að festa á filmu þau líkamlegu og andlegu átök sem fylgja líkamsímyndinni og því í að léttast svona mikið,“ segir Julia í samtali við Huffington Post.

„Ég hafði lést um 45 kg áður en ég leyfði nokkrum manni að sjá myndirnar og jafnvel þá var það bara maðurinn minn og bekkjarfélagarnir sem fengu að sjá myndirnar,“ segir Julia. „Að lokum varð mér það ljóst að ég varð að deila þessum myndum því þær myndu eiga erindi við allan heiminn.“

Á síðu sína skrifaði Julia:

Ég hélt alltaf að allt þetta sem ég lagði á mig myndi gera mig að þeirri „fullkomnu“ manneskju sem mig dreymdi um að vera. Raunveruleikinn var hinsvegar alveg það gagnstæða. Reynsla mín er algjör andstæða við það sem fjölmiðlar segja okkur. Á meðan það er auðvelt að fagna og kunna að meta miklar líkamlegar breytingar, þá er raunveruleikinn, á bakvið luktar dyr og undir mörgum lögum að fatnaðir, allt annar. Við erum öll með einhverja galla. En ef þú veist að þú ert ekki ein/n og það er ekkert sem heitir „venjulegt — ekkert „rétt“ eða „rangt — geturðu verið frjáls

 

  

 

SHARE