Einhverntímann er allt fyrst eins og Kylie Jenner sannaði fyrir slúðurpressunni um helgina. Raunveruleikastjarnan skellti sér út að borða og svo virðist sem hún hafi skilið hárkolluna eftir heima og sleppt því að farða sig. Sem er nokkuð óvenjulegt þegar Jenner á í hlut en hún er yfirleitt alltaf eins og klippt út úr glanstímariti og hefur margoft sagt frá því að hún eyði mörgum klukkutímum á dag í útlit sitt.
Sjá einnig: Það tekur Kylie Jenner 40 mínútur að teikna og mála á sig varirnar
Falleg er hún, bæði með og án farða.