Talið er að einn af hverjum 4 verði á einhverjum tímapunkti fyrir einelti. Einelti getur haft hrikalegar afleiðingar eins og þunglyndi, kvíða og fólk hefur jafnvel tekið sitt eigið líf vegna eineltis.
Þetta myndband er tekið í Huntington Beach skóla í Suðurhluta Kaliforníu. Þarna má sjá blindan nemanda sem verður fyrir því að vera laminn af öðrum nemanda. Annar nemandi ákveður hinsvegar að stíga inn í og kenna árásarmanninum mikilvæga lexíu. Auðvitað erum við ekki að segja að ofbeldi eigi að leysa vandann en það er eitthvað gott við að sjá hann taka hann í gegn.
Sjá einnig: Einelti – ráð til foreldra
https://www.youtube.com/watch?v=FQob2f13xRs&ps=docs
Einelti er ógeð! #eineltieroged
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.