Kaley Cuoco (29) og tennisstjarnan Ryan Sweeting (28) eru að skilja eftir innan við tveggja ára hjónaband. Kaley segir að ákvörðunin um skilnaðinn hafi verið sameiginleg og hafa þau bæði eytt öllum ummerkjum um hvort annað á Instagram-reikningum sínum.
Sjá einnig: Stjörnur sem þig hefði aldrei grunað að væru jafnaldrar
Kaley og Ryan giftu sig 13. desember árið 2013 og hafa þau virst vera mjög hamingjusöm á meðan hjónabandið varði og dásamaði Kaley eiginmann sinn í nýlegu viðtali sínu.
Í síðustu þáttaröð The Big Bang Theory gekk Penny, sem er leikin af Kaley, að eiga kærasta sinn Leonard eftir langt ástarsamband og hafa margir aðdáendur þáttanna verið að bíða eftir þeirri stundu.
Sjá einnig: Glæsileiki á Glamour-verðlaununum
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.