Barn sem fæddist án höfuðkúpu

Það er kraftaverki líkast að Jaxon litli sé á lífi þar sem hann fæddist með nánast enga höfuðkúpu og hefur hann nú lifað til að halda upp á eins árs afmælið sitt, gegn öllum spám lækna.

Sjúkdómurinn sem hann er með er afar sjaldgæfur og nefnist Microhydranencephaly sem er tegund heilabilunar, er erfðagalli og lifa fæst börn sem fæðast með þann sjúkdóm af. Foreldrum hans var ráðlagt að láta eyða fóstrinu eftur að greiningin kom í ljós í sónar en þau ákváðu að láta reyna á lífslíkurnar, þar sem þau eru á móti fóstureyðingum og segja að það sé ekki þeirra vald, hvort barnið muni lifa eða deyja.

Sjá einnig: Hvaða barnasjúkdómar eru algengir?

Læknar eru ekki fullvissir um þær afleðingar sem sjúkdómurinn muni koma til með að hafa á litla drenginn og þurfti hann að vera fyrirburadeild fyrstu þrjár vikur ævi sinnar, tengdur við alls kyns slöngur á meðan heila skurðlæknar voru að kanna ástand hans.

Læknar segja að hann muni að öllum líkindum eiga í erfiðleikum allt sitt líf og gera ekki ráð fyrir að hann læri að tala og ganga og fékk hann mikið af flogum til að byrja með. Jaxon litli hefur þó fengið ný lyf sem hafa hjálpað honum verulega mikið og halda foreldrarnir í vonina um að Jaxon muni koma til með að vaxa og dafna.

2CC1E92100000578-3247851-image-m-15_1443194700685 (1)

Foreldrarnir: Brittany og Brandon Buell ásamt Jaxon í brúðkaupi í júlí síðast liðinn.

Sjá einnig: Heilabilun – spurningar og svör

2CC1F6E500000578-3247851-image-a-9_1443194561016

2CC1F82B00000578-3247851-image-m-2_1443194432629

2CC1F83A00000578-3247851-image-m-11_1443194607240

2CC1F82700000578-3247851-image-m-16_1443194727020

2CC1F83400000578-3247851-image-m-8_1443194543545

SHARE