- Hvað er þvagfæraskoðun (cystoscopy)?
- Sért þú með einkenni frá þvagfærunum og þá sérstaklega blöðrunni, kann greining að leiða í ljós að þú þurfir að gangast undir þvagfæraskoðun (cystoscopy), með smásjárþræðingu inn í þvagblöðruna.
- Skoðunin er stundum framkvæmd samfara mati á starfsemi blöðrunnar. Það er kallað cystometri.
- Einnig er skoðunin stundum framkvæmd í tengslum við svokallaða þvagrásarþræðingu, ef grunur leikur á steinamyndun eða annarri hindrun á þvagrennsli frá nýrunum.
- Þvagrásin er í raun einnig skoðuð innanvert með smásjárþræðingunni.
Sjá einnig: Litur á þvagi er besti mælikvarðinn
Hvernig er þvagfæraskoðunin framkvæmd?
- Eðli sínu samkvæmt er skoðun karla og kvenna mismunandi. Konur hafa stutta, beina þvagrás, svo að það er sjaldnast neinum vandkvæðum bundið að skoða þvagblöðruna með smásjárþræðingu. Karlar hafa lengri þvagrás og bugðótta svo að óhjákvæmilegt er að staðdeyfa slímhimnuna við smásjárskoðun þvagrásarinnar.
Hvað er þvagfærasjá (cystoscopy)?
Þvagfærasjáin er u.þ.b. 25 sentimetra langt, mjótt rör, sem getur flutt ýmsar linsur og ljós, þannig að góð yfirsýn fæst yfir öll smáatriði í slímhúðinni. Gegnum þessa mjóu pípu er einnig hægt að leiða áhöld til sýnatöku úr slímhúð þvagblöðrunnar, eða leiða örmjóa þræðingu með þvagrásinni upp í nýrun.
Hvað er skoðað í þvagfæraþræðingunni?
- Slímhúðin er grandskoðuð. Læknirinn hefur fyrst og fremst áhuga á mótum þvagrásar og þvagblöðru en þar liggur blöðruhálskirtillinn hjá körlum.
- Slímhúð þvagblöðrunnar er einnig skoðuð með tilliti til hnúta, sepa, þykkilda, æxla, sára eða steinamyndunar. Einnig er lagt mat á slímhúðina í heild sinni, hvort hún er upphlaupin eða föl eða hvort skán er á henni.
Lestu fleiri áhugaverðar greinar á