Sambönd eru jafn misjöfn og þau eru mörg. Sum eru eingöngu til skammtíma en önnur endast. Grunnurinn að góðu sambandi er vinátta. Hér eru nokkur merki um að kærastinn þinn sé líka besti vinur þinn:
Sjá einnig: Hvað gerist þegar besti vinur þinn fer að „deita“?
1. Það koma stundum augnablik þar sem þú vilt helst ekki vera í kringum neinn annan en kærastann.
2. Þið lendið stundum í því að klæða ykkur í stíl, alveg óvart!
3. Þið gangið stundum í fötum hvors annars. Honum finnst sloppurinn þinn vera sjúklega þægilegur og þú stelst stundum til þess að vera í boxernum hans.
4. Það er ekkert vandræðalegt lengur. Þið hafið meira að segja nokkrum sinnum tekið rop-keppni!
5. Hann hefur séð þig ómálaða, í ljótu náttfötunum þínum, öll löðrandi í rakakremi og honum finnst þú samt vera sæt.
6. Þú þekkir fjölskylduna hans vel og ert hætt að reyna að ganga í augun á þeim því þú veist að þeim líkar nú þegar vel við þig.
Sjá einnig: 8 ástæður fyrir því að það er dásamlegt að vera í sambandi!
7. Þið hafið einkahúmor og fólk á oft erfitt með að skilja samtölin ykkar.
8. Þér finnst ógeðslegu ávanarnir hins eiginlega bara svolítið krúttlegir.
9. Þú þekkir áhugasvið hans/hennar og ert alltaf að senda fyndnar myndir og myndbönd, þvi þú veist að viðkomandi á eftir að þykja það fyndið.
10. Þið eigið ykkar uppáhalds veitingastað og það tók margar, margar tilraunir að komast að niðurstöðu.
11. Þið þekkist það vel að þú myndir sjá það strax ef hann myndi byrja að hegða sér öðruvísi en vanalega.
12. Þú hefur engar áhyggjur af því að hann/hún muni særa þig.
13. Þið eigið ykkar uppáhalds sjónvarpsþætti og að horfa á þessa sjónvarpsþætti án hans væri einfaldasta leiðin til þess að gera hann reiðan.
14. Stundum þegar þú horfir á hann hellist yfir þig hvað þú elskar hann mikið.
14. Þú veist hver er uppáhalds maturinn hans og þú veist hver uppáhalds maturinn hans er.
15. Hann veit hvað vinnufélagar þínir heita og hann veit hverja þér líkar við og hverja þú þolir ekki.
16. Þið eruð orðnir sérfræðingar í að taka seinniparts leggju saman.
17. Þið fagnið ykkar innra barni saman, byggið virki og horfið á teiknimyndir.
18. Þið fáið ykkur stundum í glas saman, jafnvel þó þið séuð bara heima.
19.Þið getið talað saman án orða í kringum annað fólk. Það er nóg að horfa á hvort annað til þess að vita hvað hinn aðilinn er að hugsa.
20. Gamnislagurinn ykkar gæti auðveldlega verið misskilinn sem alvöru slagur.
21. Þið vitið hver uppáhalds hljómsveit hins aðilans er, jafnvel þó þið þolið hana ekki.
22. Þú átt milljón myndir af ykkur saman, flestar eru grettumyndir.
23. Þið þolið ekki sama fólkið.
24. Þið kallið fram keppnisskapið í hvort öðru svo að jafnvel leiðinlegustu spilin verða sjúklega spennandi þegar þið eruð að spila saman.
25. Ykkur dreymir um að gera hluti saman, allt frá því að fara í heimsreisu til þess að prófa nýja thai- staðinn sem var að opna.
26. Þið elskið gæludýr hvors annars líkt og þau væru ykkar eigin.
27. Ykkur fannst gott að fara saman í sturtu vegna þess hver kósý það er.
28. Þið eigið bæði hræðilega vandræðalegar myndir af hinum aðilanum.
29. Þú veist þegar hann/hefur hefur átt slæman dag í vinnunni og veist hvað þú átt að gera til þess að þeim líði betur.
30. Þið vitið hvaða drykkur er í uppáhaldi hjá hvort öðru.
31. Hamingja líkt og óhamingja þeirra hefur áhrif á þig.
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.