Hver er þinn líkamsþyngdarstuðull?

Þegar hlutfall fitu í líkamanum er komin yfir ákveðin mörk getur hún haft áhrif á heilsu þína. Þú getur fylgst með hlutfallinu með því að finna þyngdarstuðul þinn með BMI útreikningum.
 
Body Mass Index (BMI) = Líkamsþyngdarstuðull samkvæmt manneldisráði

Sjá einnig: Þyngdaraukning, þreyta og fleira getur stafað af vanvirkni í skjaldkirtli

Líkamsþyngdarstuðull er reiknaður út frá líkamsþyngd og hæð og er notaður sem mælikvarði á holdafar fólks. Staðallinn skiptist þannig að þeir sem eru milli 20-25 eru taldir vera í eðlilegum holdum meðan þeir sem eru milli 25-30 eru of þungir – ef líkamsþyngdarstuðull mælist hins vegar yfir 30 telst viðkomandi vera með offitu.

BMI = kg/m²  (BMI = þyngd/hæð x hæð)

Dæmi:

Veigar er 83 kg og 1,86 m á hæð
83/(1,86×1,86)= 22,3
Líkamsþyngdarstuðull Veigars er 22,3, sem er þal. í kjörþyngd (sbr töflu)

Valdi er 99 kg og 1.82 m á hæð
99/(1.82×1.82)= 27.2
Líkamsþyngdarstuðull Valda er 27,2 sem er þal. of þungur (sbr töflu)

bmi.jpg

Sjá einnig: Hugrakkur ungur maður sýnir afleiðingar yfirþyngdar

Hafa skal þó í huga að gildin sem fást úr jöfnunni eru ekki algild. Þannig eru þeir sem stunda íþróttir oft með mikinn vöðvamassa sem áhrif hefur á þyngdina og þannig þyngdarstuðulinn. Vel þjálfaður íþróttamaður getur þannig haft sama líkamsþyngdarstuðul og sá sem er of þungur.

Þessi grein er af heimasíðu Sjúkraþjálfunar Afls og er birt með góðfúslegu leyfi þeirralogo_aflid

 
SHARE