Tom Cruise: Var ekki boðið í brúðkaup dóttur sinnar

Fregnir herma að leikaranum góðkunna Tom Cruise, hafi ekki verið boðið í brúðkaup Isabellu dóttur sinnar. En Isabella gekk í það heilaga fyrir skemmstu og var athöfnin haldin í London. Tom Crusie ættleiddi Isabellu árið 1992 ásamt þáverandi eiginkonu sinni, Nicole Kidman. Samkvæmt heimildarmanni Mirror Online var Kidman ekki heldur viðstödd athöfnina.

Sjá einnig: Tom Cruise hefur ekki séð Suri í tvö ár

Womens-Day-Magazine

Cruise og Kidman ættleiddu dreng að nafni Connor árið 1995 og svo virðist sem hann hafi ekki fengið boðskort, frekar en foreldranir. Ofangreindur heimildarmaður sagði einnig frá því að Tom hefði borgað brúsann, þrátt fyrir að ekki hefði verið óskað sérstaklega eftir nærveru hans.

SHARE