Mér finnst með ólíkindum…

…. hvað ég sé mikið af unglingum á rafmögnuðum vespum í umferðinni, með engan hjálm.

Í morgun þegar við vöknuðum var ekki bjart. Það var hálfdrungalegt í fyrsta skipti þetta haustið, sem er alltaf frekar „hressandi“. Ég er vanalega alveg nokkuð vel vöknuð eftir morgunmatinn en í dag langaði mig bara undir sæng aftur og kúra mig. Ég er rosalega lítið tilbúin í þennan vetur! Mig langar bara í sól og klakadrykk á sundlaugarbakka. En nóg um það, ég hef ekki efni á því næstu misseri.

Ég fór með stelpuna mína í skólann og það var frekar mikil mugga, rigning og huggulegheit. Ég mætti 3 stúlkum í hverfinu sem voru á vespum á leiðinni í skólann. Þær voru ALLAR hjálmlausar með engin ljós á vespunum. Mér finnst þetta ekki í lagi. Ef við látum börnin okkar spenna beltin í bíl, vera með hjálm á reiðhjólum, sum jafnvel á skíðum, þá eigum við að láta þau vera hjálm á vespum, punktur … basta. Dætur mínar hafa alveg reynt að fá að sleppa því að vera með hjálm þegar þær fara á hjólaskauta, eða á hjól með því yfirskyni að „það þurfi enginn að vera með hjálm nema þær“. Það er ekki satt! Í það minnsta myndi ekkert foreldri viðurkenna það að þau leyfa barninu sínu að vera hjálmlaus af því að þau vilja það. Ekki séns að ég ætli að segja „ok þið þurfið ekki að vera með hjálm í þetta skipti“ ekki frekar en ég leyfi þeim að sleppa öryggisbeltunum.

Sjá einnig: Ég átti yndislega vinkonu

 

Foreldrar við eigum að vita betur!

Ég verð svo að bæta við hér að lokum, fyrst ég er byrjuð að tuða þetta. Mér finnst alveg glatað og algjör tímaskekkja að sjá fjölskyldur úti að hjóla, börnin með hjálm en foreldrarnir ekki. Hvað er það? Við eigum að vera góðar fyrirmyndir og setja hjálminn á hausinn á okkur líka. Við vöxum ekkert upp úr því að skaddast vegna höfuðhöggs. Ég á hjálm sem fer mér ekkert svakalega vel. Það er enginn neitt svakalega töff með hjólahjálm. En við förum heldur ekki út að hjóla, með fjölskylduna, með því hugarfari að vera ofursvalt foreldri.

Líf og fjör!

 

Fylgstu með!

Kidda á Instagram

Hún.is á Instagram

Kidda á Snapchat: kiddasvarf

Hún.is á Snapchat: hun_snappar

SHARE