Karamelluglassúr – Dásemdin ein!

Þessi glassúr er nógu góður til að borða hann eintóman. Þetta er bara rugl gott. Það er hægt að setja hann á kleinuhringi og Langa Jón…. eða bara á fiskinn eða kjötið, bara eins og hentar þér.

Uppskriftin er fengin af blogginu hennar Tinnu Bjargar – þú getur einnig fylgst með Tinnu á Facebook.

Karamelluglassúr

200 g smjör
200 g púðursykur
2 dl rjómi
3 tsk vanilludropar
2-3 dl flórsykur
Sjóðið saman smjör, púðursykur, rjóma og vanilludropa.
Látið krauma við vægan hita í nokkrar mínútur og kælið aðeins.
Hrærið flórsykri saman við, byrjið á 1 dl og bætið svo við þar til glassúrinn er orðinn hæfilega þykkur.
Smyrjið glassúrnum á það sem hann á að fara á

 

 

Fylgstu með!

Kidda á Instagram

Hún.is á Instagram

Kidda á Snapchat: kiddasvarf

Hún.is á Snapchat: hun_snappar

SHARE