Nú er fyrri hluti þessa skólaárs komið vel á veg og eru börnin komin á mis gott ról að gera heimalærdóminn sinn. Margir foreldrar eiga í erfiðleikum með að fá börn sína til að læra heima.
Sjá einnig: Skólabyrjun, nokkur ráð varðandi skólatöskur
Sjá einnig: Hvernig þjálfun hentar börnum?
1. Farðu yfir dagskrá vikunnar. Ákveddu hvernig þú vilt hafa síðdegin eftir að börnin eru komin heim úr skólanum, íþróttum eða annars konar tómstundum. Báðir foreldrar verða að vera á sömu blaðsíðu ef þetta á að ganga vel fyrir sig.
2. Búðu til dagskrá þar sem tíminn er vel merktur. Þú getur jafnvel sett myndir á dagskrána til að undirstrika það sem á að gera. Sjónræn áminning getur verið öflug, sérstaklega í byrjun.
3. Byrjaðu smátt. Smá markmið í byrjun geta aukið á velgengnina. Hjálpaðu barninu þínu að venjast þessari nýju rútínu. Ef þú vilt að þau fái sér að borða, fari út að labba með hundinn, lesi í 15 mínútur, eða klári heimanámið, þá gæti verið gott að þau klári að borða fyrst og gera það sem þau þurfa að gera áður en þau byrja að læra. Byrjaðu smátt og smátt að bæta við fleiri atriðum í dagskrána.
4. Farðu yfir atriðin með barninu þínu áður en þú byrjar á dagskrá dagsins. Gefðu þeim tækifæri á því að spyrja spurninga og segja sitt, til þess að þau skilji hvað þau eiga að gera.
5. Verðlaunaðu jákvæða hegðun og fylgstu með dagskránni. Þú þarft ekki að verðlauna dýrt eða með einhverju sem tekur mikinn tíma, heldur gefðu þeim kannski auka 5 mínútur lengur í tölvunni, íspinna eða eina auka sögu fyrir svefninn. Einbeittu þér frekar að gæði tímans en að eyða peningum.
6. Það er allt í lagi að breyta dagskránni eftir því sem líður á skólaárið. Það getur verið gott að hugsa um skóla árið í fernu lagi og breyta því eftir því sem á líður.
7. Hugsaðu um allt það sem getur tekið athyglina í burtu frá viðfangsefninu. Slökktu á sjónvarpinu, taktu hljóðið af símanum þínum og hafðu ró í kringum ykkur, svo að einbeitningin sé á réttum stað.
8. Síðast en ekki síst komdu þér í skipulagið sjálf/ur. Það er ekki nóg að varpa skipulaginu yfir á börnin og vera sjálf/ur með athyglina ekki við verkið. Best er að sýna gott fordæmi og fara eftir dagskrá sjálf/ur, svo komdu þér í gang með þína eigin og allt mun ganga betur. Hamingjusamir foreldrar – hamingjusöm börn.
Eigið gott skólaár!
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.