Peningar eru engin fyrirstaða þegar stórstjörnurnar Kim Kardashian og Kanye West eru annars vegar. Þau eiga von á sínu öðru barni þann 25.desember næstkomandi og hafa að sjálfsögðu bókað og borgað fæðingarsvítu á Cedars Sinai sjúkrahúsinu í Los Angeles. Mun það vera sama svítan og North fæddist í árið 2013.
North West eyðileggur 600 þúsund króna kápu
Svítan er auðvitað ekkert slor og kostar vissulega sitt. Þrjú herbergi eru í svítunni og tvö baðherbergi. Nóttin þar kostar rúmlega 750 þúsund krónur og er það fyrir utan alla umönnun og læknishjálp.