Í nóvember tölublaði Glamour magazine skrifar skemmtikrafturinn og leikkonan Sarah Silverman (44) um 31 árs baráttu sína við þunglyndi. Hún hefur aðeins sagt frá þessu áður en ekki eins og í þessu blaði.
Sarah leikur, um þessar mundir, aðalhlutverk í myndinni I Smile Back þar sem hún leikur húsmóður og móður úthverfi sem á allt samkvæmt pappírum, en í raun þjáist hún af þunglyndi og notar lyf og alkóhól til að komast í gegnum daginn.
Fyrsta þunglyndiskast Sarah kom þegar hún var 13 ára gömul. Hún segist hafa verið að koma heim úr skólaferðalagi og eitthvað breyttist: „Þú veist, hvernig maður getur verið í lagi eina stundina og þá næstu ertu bara: Ó guð minn góður, er ég komin með flensu!? Þetta var þannig. Þessi flensa varði þó í 3 ár. Allt viðhorf mitt breyttist. Ég fór frá því að vera bekkjartrúðurinn í það að geta ekki séð lífið sömu augum aftur. Ég gat ekki verið með vinum mínum lengur, ég fór ekki í skólann í marga mánuði og fór að fá kvíðaköst. Fólk notar orð eins og „kvíðakast“ mjög frjálslega hér í Los Angeles, en ég held að fæstir þekki þau í raun og veru. Hver andardráttur verður þungur. Þú ert að deyja. Þú ert alveg að deyja. Þetta er skelfilegt. Og þegar kastið er liðið hjá, er þunglyndið enn til staðar. Einu sinni spurði stjúppabbi minn mig: „Hvernig er þessi tilfinning?“ og ég svaraði: „Mér líður eins og ég sé með heimþrá, en ég er heima.“
Nokkrum árum og sálfræðingum síðar, fór þunglyndið að minnka – hún hætti á lyfjunum, fór í NYU, fór að vera með uppistand og landaði samning við Saturday Night Life. Allt í einu, 9 árum eftir að hún fann fyrir þunglyndi í fyrsta skipti, kom það aftur: „Ég sat heima, að kvöldi til og var að horfa á 90210 og allt í einu helltist þetta yfir mig. Þó það hefðu liðið 9 ár þá þekkti ég tilfinninguna strax: þunglyndi. Það greip um mig skelfing. Ég hélt það hefði farið fyrir fullt og allt, en það var komið aftur. Vinur minn Mark hjálpaði mér í gegnum þetta. Hann fann sálfræðing fyrir mig klukkan 2 að nóttu og sagði mér að ég væri ekki að fara að hætta í SNL þá um morguninn og flytja aftur til New Hampshire. Í staðinn fékk ég lyf sem stoppar kvíðaköstin og þau björguðu lífi mínu, meira að segja þegar mér var sagt upp í SNL. Ég er ekki að taka þessi lyf í dag en ég á alltaf 7 töflur í bakpokanum mínum en ég nota þau aldrei en það er gott að vita af því að ég á þær til ef ég þarf á þeim að halda.“
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.