Ted Richards (56) elskar páfagauka. Hann er með húðflúraðar fjaðrir í andliti sínu, ásamt því að hafa látið flúrað í sér augnhvítuna. Úr höfði hans koma horn, allskyns pinnar og gekk hann svo langt að láta fjarlægja á sér eyrun, svo hann líkist sem mest uppáhalds gæludýrinu sínu.
Sjá einnig: Ert þú að deita furðufugl? – Myndband
Næst á dagskrá hjá Ted er að láta breyta nefi sínu, svo það muni líkjast meira goggi. Hann kveðst vera svo glaður í hvert skipti sem hann lítur í spegilinn og dáist reglulega af útliti sínu.
Stoltur af útliti sínu: Ted er kampakátur með útlitsbreytingar sínar.
Sjá einnig: Furðulegt kokteilboð – Borða kóngulær og orma – Myndband
Barnið hans: Páfagaukurinn Teaka.
Sjá einnig:58 ára gamall karlmaður skartar lengstu augnhárum í heimi
Það sem þessi maður gerði fyrir að fá þetta útlit sitt: Hann lét sneiða af sér eyrum og láta þar pinna í staðinn, svo hann gæti verið með gleraugun sín.
Áður fyrr lét hann sér nægja að lita hár sitt í öllum regnbogans litum: Svona leit Ted út áður en hann fór út í meiri breytingar á útliti sínu.
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.