- Mjög algengur sjúkdómur af völdum veiru sem nefnist Herpes simplex (HSV). Frunsa einkennist af litlum klösum af vökvafylltum blöðrum á bólginni húð eða slímhúð. Þessu geta fylgt verkir og viðkomandi svæði getur verið aumt viðkomu. Blöðrurnar gróa og skilja ekki eftir sig ör en hafa tilhneigingu til að koma aftur.
- Til eru tvær tegundir herpesveirunnar sem geta herjað á bæði húð og slímhúð um allan líkamann. Algengari tegundin (Herpes simplex virus 1; HSV-1) sýkir yfirleitt munn og varir en hin tegundin (Herpes simplex virus 2; HSV-2) finnst aðallega umhverfis kynfæri.
- Um það bil 80% fullorðinna hafa mótefni gegn HSV-1 veirunni í blóði og u.þ.b. 25% hafa mótefni gegn HSV-2 veirunni.
Sjá einnig: HPV-veiran og bólusetning gegn leghálskrabbameini
Hver er orsökin?
- Frunsur smitast eingöngu við snertingu, kossa eða kynlíf. Fyrstu frunsurnar myndast yfirleitt fyrir 3-5 ára aldur.
- Herpesveiran ræðst á frumur húðarinnar og vökvafylltar blöðrur myndast. Veiran notar taugagreinar til að flytja sig frá ysta lagi húðarinnar til taugarótanna þar sem hún dvelur óvirk.
- Ef ofnæmiskerfið er undir álagi, t.d. af völdum kvefs, getur veiran orðin virk aftur og skriðið fram taugagreinina og myndað frunsu.
Hver eru einkennin?
- Sýkingin er einstaklingsbundin. Sumir fá engin eða væg einkenni. Hjá börnum getur sýkingin lýst sér sem sármyndun í slímhúð munnhols og koks (gingivo stomatitis herpetica acuta) sem getur valdið vanlíðan og hita.
- Einum til þremur vikum eftir fyrsta smit myndast frunsa sem grær á nokkrum vikum.
- Fyrsta einkenni frunsu er óþægileg, stingandi og ertandi tilfinning í húðinni. Eftir stuttan tíma myndast vökvafylltar blöðrur í húðinni. Einkennandi er hrúður sem myndast á sárinu og dettur yfirleitt af eftir 8-10 daga.
- Smithætta er meðan vessar úr frunsunni eða sárið er opið.
- Þótt mótefni hafi verið myndað gegn veirunni Herpes simplex eru 20% líkur á að frunsu verði vart síðar.
Sjá einnig: Bólusetningar valda ekki einhverfu
Hvernig greinir læknirinn sjúkdóminn?
Sjúkrasagan og útlit útbrotanna eru helsta greiningartækið. Hægt er að greina veiruna með stroki úr frunsusárinu.
Hvað ber að forðast?
- Að sárið sýkist af bakteríum.
- Að sýkingin breiðist til augnanna, getur valdið blindu.
- Ef barnaexem er fyrir er hætta á að frunsurnar breiðist um mikinn hluta líkamans. Það er þó mjög sjaldgæft.
- Alvarlegar frunsusýkingar geta verið merki um undirliggjandi sjúkdóm sem veikir ónæmiskerfið, t.d. lungnabólgu eða alnæmi.
Batahorfur
- Það er mjög einstaklingsbundið hvernig herpesveirusýkingin hegðar sér. Sumir fá sjaldan eða aldrei frunsur en aðrir fá þær oft.
- Tíðni frunsusýkinga lækkar yfirleitt með aldrinum.
Hvað er hægt að gera?
- Handþvottur er mjög mikilvægur eftir snertingu við varir eða sýkt svæði. Herpesveiran þrífst allsstaðar á líkamanum, einnig á fingrum og kynfærum.
- Ekki kroppa í frunsuna. Við það getur hún breiðst út og þá eykst hættan á bakteríusýkingu.
- Almennt heilbrigði, fjölbreytt fæði, hreyfing og nægur svefn styrkir ónæmiskerfi líkamans.
- Það er einstaklingsbundið hvaða kringumstæður leiða til frunsumyndunar. Sumir fá frunsur vegna sólarljóss, tíðablæðinga eða hita en enginn sérstakur orsakavaldur greinist hjá öðrum.
Hvað getur læknirinn gert?
- Hann getur skoðað þig og jafnvel hafið meðferð. Ef sjúkling á að beita meðferð til að stytta líftíma frunsunnar verður að hefja hana sem fyrst, þ.e. um leið og einkennin fara að gera vart við sig.
- Í erfiðum og tíðum tilfellum er hægt að gefa lyf í töfluformi.
Lyf
Lyf við herpesveirunni.
- Herpeslyf til notkunar útvortis: