Dæmt Íslandi í hag í ICESAVE-málinu!

Mál málana var klárað í morgun þar sem Ísland bar sigur úr bítum í þessu máli málana sem rekið fyrir EFTA dómstólnum í Lúxemborg.

Ekki aðeins voru kröfum á hendur Íslandi hafnað heldur var ESA (Eftirlitsstofnun EFTA) og Evrópusambandinu gert að greiða málskostnaðinn.

Það á eftir að koma í ljós hvaða fjárhagslega þýðingu þetta hefur fyrir Ísland en eitt er víst að þær skuldbindingar sem við höfum búið okkur undir verða minni en áætlað var.

Ólafur Ragnar Grímsson, Forseti Íslands, hefur í tvígang hafnað staðfestingu ICESAVE lagana og því sent þau í þjóðaratkvæðagreiðslu, en þar var þeim synjað af þjóðinni. Árið 2010, þar sem 98,18% kjósenda synjuðu og árið 2011 þar sem 59,7% kjósenda synjuðu.

Ýmsir hafa orðið til þess að finna þá sem vildu skuldbinda Ísland með samningi tvívegis og tóku Smáfuglarnir hjá AMX saman lista yfir þá sem kusu með eða á móti en hann má sjá hér.

Lesa má ítarlega um niðurstöðuna á MBL.is en EFTA sendi einnig fréttatilkynningu um dóminn á íslensku hér.

Dóminn má lesa hér.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here