Þetta er alltof algeng sjón heima hjá mér að vaskarnir, blöndunartækin og niðurföll verða svona hvít mjög fljótt og það getur farið óskaplega í taugarnar á mér. Það eru alls ekki öll hreinsiefni sem hreinsa þetta og það virkar ekki að kaupa eitthvað svakalega sterkt til að ná þessu af.
Sjá einnig: Húsráð: Hvernig er best að fjarlægja vín- og fitubletti?
Ég fór að google-a og fann þessa fínu lausn á netinu. Þetta er fljótlegt, einfalt og ódýrt. Gerist það betra?
Aðferð:
1. Þurrkaðu yfirborð þess sem þú ætlar að hreinsa. Það verður að vera alveg þurrt.
2. Settu borðedik í skál.
3. Bleyttu tusku upp úr edikinu
4. Leggðu tuskuna á blöndunartækin eða í vaskinn, eða hvað það sem þú ætlar að þrífa.
5. Leyfðu tuskunni að liggja á, í svona klukkustund. Getur á meðan þrifið allt annað.
6. Eftir klukkutíma, taktu þá tuskuna og nuddaðu yfirborðið á því sem þú ert að þrífa með svampi.
7. Ef einhverjir blettir eru erfiðir, leggðu þá tuskuna á aftur og leyfðu því að bíða lengur og endurtaktu.
Þessi aðferð virkar líka á postulín og hvet ég ykkur til að prófa þetta heima hjá ykkur.
Sjá einnig: 7 ómissandi eldhúsráð allir geta nýtt sér
Gangi ykkur vel.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.