Ný íslensk húðvörulína komin á markað – Taramar

Íslenska húðvörulínan Taramar, sem til að byrja með samanstendur af dagkremi, serumi og hreinsiolíu er komin í sölu í Hagkaup Smáralind og Kringlunni, völdum verslunum Lyf og Heilsu og Lyfju og Fríhöfninni.

 

Vinna að gerð Taramar hófst fyrir mörgum árum en það er Guðrún Marteinsdóttir, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, sem er á bakvið merkið. Vegna óþols á þeim snyrtivörum sem voru á markaði byrjaði hún að gera tilraunir með efni úr náttúru Íslands. Útkoman eru afburðahreinar húðvörur, sem eru með öllu öruggar fyrir húðina en búa líka yfir mikilli virkni.

 

Frekari upplýsingar um Taramar má finna hér.

SHARE