Keri McCartney var komin 23 vikur á leið, þegar hún, maðurinn hennar og fjögur börn þeirra fóru í sónarmyndatöku. Þau fóru öll saman til að fá að vita kyn barnsins, en tilhlökkunin breyttist snögglega í martröð, þar sem í ljós kom að ófædda barnið var í lífshættu.
Sjá einnig: Hún tekur systur sína með í sónar og kemur henni ALDEILIS á óvart
Læknar sáu á skjánum að barnið var með æxli á stærð við greipaldin og var það með miklu blóðflæði, svo það var ljóst að barnið myndi ekki lifa meðgönguna af, ef ekkert yrði gert í málinu. Aðgerð var því nauðsynleg, ef barnið ætti að eiga möguleika á því að lifa.
Læknar gerðu það sem var óhugsandi. Þau skáru Keri upp og tóku legið út og gerðu aðgerð á barninu meðan það var hálft inni í leginu ennþá. Þau síðan settu barnið aftur inn í legið, þar sem hún hélt áfram að vaxa og dafna í 10 vikur í viðbót.
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.