Fullt var útúr dyrum í Hvalasafninu í gær þegar verið var að kynna Taramar til sögunnar í fyrsta sinn. Sigrún Ósk og Ragnhildur Steinunn sáu um dagskrá kvöldsins og bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jóns sungu. DJ Sóley sá svo um að þeyta skífum og Fíharmoníukórinn söng.
Gestir nutu sín vel innan um hvalina og þótti Hvalasafnið tilvalinn staður fyrir svona boð. Allir voru svo leystir út með gjöf sem vakti mikla lukku.
Hér eru nokkrar myndir af gestum kvöldsins:
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.