Söngkonan Rita Ora vakti verðskuldaða athygli í síðasta þætti af breska X-Factor sem frumsýndur var á sunnudag. Ora er, eins og flestir vita, dómari í þáttunum og fer hún yfirleitt ekki mjög hefðbundnar leiðir í fatavali. Að þessu sinni mætti söngkonan í kjól og hnéháum stígvélum í stíl – frekar sérstök samsetning, ef svo má að orði komast.
Sjá einnig: Rita Ora vekur athygli á sýningu hjá Chanel í París