Khloe Kardashian setur Lamar Odom afarkosti

Raunveruleikastjarnan Khloe Kardashian og körfuboltamaðurinn Lamar Odaom ákváðu í síðustu viku að gefa hjónabandi sínu annað tækifæri. Eins og flestum er kunnugt fannst Lamar meðvitundarlaus í vændishúsi fyrir stuttu og var vart hugað líf eftir mikla áfengis- og vímuefnaneyslu. Khloe hefur staðið eins og klettur við hlið hans undanfarið og ætlar að hjálpa honum í gegnum meðferðina og endurhæfinguna sem framundan er.

Sjá einnig: Khloe Kardashian og Lamar Odom eru hætt við að skilja

Khloe-Kardashian

Ef marka má vefmiðilinn TMZ hefur Khloe þó gert Lamar það fyllilega ljóst að ef hann snerti við áfengi og vímuefnum aftur þá fari skilnaðarferlið aftur í gang. Samkvæmt heimildarmanni TMZ er þetta allra síðasta tækifærið sem Lamar fær hjá Khloe.

SHARE