Nú er bráðskemmtilegt námskeið að hefjast í Hreyfingu sem ber nafnið Himneskur lífstíll. Kennari námskeiðsins heitir Sara Snædís en hún vinnur námskeiðið í samráði við Sollu Eiríks og dóttur hennar, hana Hildi.
„Námskeiðið er hugsað fyrir konur á öllum aldri sem vilja ná almennilegum tökum á mataræðinu, vilja fá aðstoð og fróðleik um hreint og gott mataræði og koma sér af stað í átt að hollari lífstíl,“ segir Sara í spjalli við Hún.is. „Æfingarnar sem gerðar eru styrkja og móta líkamann. Lagt er uppúr því að nota eigin líkamsþyngd ásamt þvi að notast við létt lóð.“
Sara segir að æfingarnar séu rólegar og krefjandi og vinni vel á djúpvöðvunum en einnig séu alltaf gerðar góðar teygjur.
„Mæðgurnar, Solla og Hildur, verða með fyrirlestur a námskeiðinu og verður þema námskeiðsins heilnæmt og hreint mataræði og verða konurnar hvattar til að tileinka sér bætt og betra mataræði á meðan námskeiðinu stendur með aðstoð og ráðleggingum frá mér og mæðgunum,“ segir Sara Sædís að lokum.
Sjáðu meira um námskeiðið hér!
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.