Sambrýnd með enni aftur á hnakka

Augabrúnir ramma inn augnaumgjörð kvenna og hafa mikið að segja þegar kemur að heildarútliti andlitsins. Ég var krakki með samvaxnar augabrúnir. Æðislegt! En það var ekki fyrr en ég varð unglingur sem þær dökknuðu og ég varð eins og ég væri með kúst yfir allt ennið á mér. Það var búið að ljúga að mér, saklausri sveitastelpunni, að það væri ekkert að því að vera með miklar augabrúnir: „Þetta heldur draugunum í burtu!“ og „Brooke Shields er með svona augabrúnir“. Ég fór því, í 9. bekk að plokka á mér brúnirnar. Ég vissi náttúrulega ekkert hvað ég var að gera og viðmiðið sem ég notaði var Pamela Anderson, sem var ein sú heitasta í Hollywood á þeim tíma. Þær voru svona: Screen Shot 2015-11-04 at 4.20.52 PM

Almáttugur minn, ég plokkaði nánast af mér andlitið. Maður tók kannski óvart of mikið og þurfti því að taka hinum megin líka og brátt var nánast ekkert eftir. Af hverju stoppaði mig enginn?!!!

Ég fæ hroll ef ég skoða myndir frá þessum tíma. Ég er með frekar hátt enni fyrir og þegar ég var búin að plokka AF MÉR brúnirnar þá er ég ekkert nema ennið. Ég þakka guði fyrir að það voru ekki margar myndavélar á þessum tíma, eins og eru í dag svo það eru ekki margar myndir af mér til, sem betur fer. Á flestum þeirra er ég líka með DÖKKbrúnan varablýant og nude varalit inní en það var „trend“ sem hún Pamela mín byrjaði líka.

Screen Shot 2015-11-04 at 4.28.15 PM

Ég var ekkert svakalega góð í því að farða mig svo á flestum myndum er eins og ég hafi verið að drekka kakó og ekki þurrkað mér um munninn…… með ENNIÐ mitt.

Úff!!

Ég hef verið að safna augabrúnum síðustu árin og það gengur hægt en ég er komin með mun þykkari brúnir í dag en ég var með sem unglingur. Guði sé lof! Hárin í brúnunum eru frekar gróf og löng en mér er alveg sama, ég elska hvert einasta hár sem kom aftur.

Ég er farin að nota æðislegan augabrúnablýant nú í dag. Hann er frá Bourjois og er æði!

2015-10-30 14

 

Þetta er til í nokkrum litum svo konur geta valið þann lit sem hentar hverri og einni.

bourjoisbrow

 

Ég strýk þessu bara létt í gegnum brúnirnar og næ þannig að fylla inn í þar sem vantar hár. Þú getur haft þær dökkar eða ljósar. Fer bara eftir því hverskonar fíling þú ert í.

2015-10-30 14b

 

Hér kemur svo mynd fyrir og eftir. Efri myndin er tekin fyrir og sú seinni er tekin eftir að ég notaði galdrablýantinn.

brúnir2

 

SHARE