Það er eins gott að við Íslendingar tökum okkur á í flokkun sorps eins og má sjá í nýrri auglýsingaherferð frá Sorpu. Í herferðinni sem er samsett af nokkrum sketsjum leikur Helgi Björnsson höfuðpaur Sorpanos teymisins, sem kallar ekki allt ömmu sína.
Það var Brandenburg auglýsingastofa sem átti hugmyndina að herferðinni en Árni Þór Jónsson leikstýrði. Árni hafði fyrir verkefnið ekki leikstýrt íslenskum leikurum í mörg ár og vonast til að vinna meira á Íslandi á næstunni.
„Þetta var hressandi verkefni. Holy B (Helgi Björnsson) er alltaf traustur og auðvitað hokinn af reynslu þannig að það var ekki erfitt að stýra honum í rétta átt“, segir Árni.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.