Skjaldkirtillinn er staðsettur í framanverðum hálsi þínum. Þeir hormónar sem skjaldkirtillinn framleiðir hafa áhrif á allan líkama þinn, allt frá brennslu og hitastigi, að hjartslætti og orku. Kirtillinn getur framleitt of mikið af hormónum og of lítið af þeim, ásamt því að fá á sig hnút, eða stækkað.
Sjá einnig: Hvað er innkirtlakerfi?
Til þess að kanna hvernig skjaldkirtill þinn er, þarftu glas og spegil. Taktu sopa af vatninu og hallaðu höfðinu aðeins aftur. Þegar þú ert að kyngja, horfðu í spegilinn og athugaðu hvort það komi óeðlilega miklar bungur eða bólga. Ef þú sérð eða finnur einhverjar ójöfnur, gætir þú haft stækkaðan skjaldkirtil. Þó að svo sé, þá þýðir það ekki endilega að ástandið sé alvarlegt, en betra væri að fá álit læknis til þess að kanna málið frekar.
Sjá einnig: Þyngdaraukning, þreyta og fleira getur stafað af vanvirkni í skjaldkirtli
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.